Hjartastuðtækin frá Mindray eru fremst sinnar tegundar í heiminum í dag, en Mindray eru meðal fremstu fyrirtækja á heimsvísu í framleiðslu á lífsmarkamónitorum, rannsóknarvörum og lækningatækjum. Beneheart C hjartastuðtækin eru nýjasta viðbót fyrirtækisins og býður uppá vörulínu sem inniheldur allt frá alsjálfvirku hjartastuðtæki, yfir í hálfsjálfvirk tæki, með eða án litaskjás. 

Beneheart C línan inniheldur Qshock tækni sem gerir það að verkum að tækin eru extra fljót að hlaða sig uppí fyrsta hjartastuð. Tækið er með innbyggða tækni sem metur viðbrögð sjúklings við strauminum og getur gefið allt að 360BTe ef þörf er á. Því hærri sem straumurinn er, því betri líkur eru á góðri útkomu. 

ResQNavi er innbyggður leiðbeinandi í tækinu. Hann er hannaður þannig að hann metur hæfni þess sem veitir endurlífgun og gefur fyrirmæli eftir þörfum. Hægt er að velja á milli íslensku og ensku á tækinu sjálfu með einum takka. 

Hjartastuðtækin eru þróuð á þann hátt að hægt er að fylgjast með líftíma batterís og rafskauta, sem og staðsetningu tækis í gegnum forrit sem fylgir tækinu. Viðhald og eftirfylgni með því er í höndum sérfræðinga Líftækni sem fylgjast með stöðu tækis og fá meldingu ef eitthvað þarf að laga. Tækin eru nothæf í öllum umhverfisaðstæðum og hönnuð þannig að þau þola vatn og ryk, 1.5m fall í jörðu og mikla lofthæð (-381m til +4575m). 

Beneheart C vörulínan:

  • Sneggri og öflugri en sambærileg tæki á markaðnum
  • Leiðbeinandi (ResQNavi) sem gefur fyrirmæli eftir þörfum í máli og myndum
  • 7″ TFT litaskjár í C2 týpunni
  • Tvö tungumál í boði, íslenska og enska 
  • Stillingarofi fyrir fullorðinn/barn 
  • Vatnsheld og ryk þolin
  • 5 ára ábyrgð á batterí og rafskautum
  • 8 ára ábyrgð á tækinu sjálfu 
  • AED alert kerfi sem er tengt með 4G og gefur upplýsingar um stöðu á batterí og rafskautum,  staðsetningu tækis og sögu  um notkun